Sternberg: Úr Þunglyndisljóðum

allt verður bara verra
maður getur leyft sér
að vona
en
allt verður bara verra
sama hvað ég geri
veldur útkoman

vonbrigðum
***
þetta er bratti

að klifra upp í mót
krefst mikillar áreynslu

og allir sem reyna
hrapa

eftir svolitla stund
niður

***

ég veit ekki

hvort aðrir
vita

hvenær
afturförin hófst

eins og steinn í skónum

bara að ég ætti
skó sem rúmuðu stein

það eru stór
göt í öllu



***



það er engin leið að segja
hversu lengi
þetta kemur
til með að vara
ég get bara fullyrt
að það mun ekki skána
***
þegar við ekki erum
jörðuð hvort í annars örmum

stöndum við alveg kyrr
við hlið hvors annars

líkami minn er duftker
líkami þinn er duftker

skiljanlega eigum við ekki mök



***



hvernig
hnignun

hvers og eins 
mun þróast

má lesa
í andlitinu

meira og meira
sinnuleysi í svipnum

þannig 

að færri og færri
athafnir

eiga sér stað

***




ég reyni
að læra eitthvað nýtt

en það eina sem gerist
er að ég uppgötva

hve mikið
ég misskildi í gær
***
ég tala ekki
eins og þú lest mig
ég tala hægt
og þegar einhver
spyr mig
um eitthvað
svara ég bara
með einsatkvæðisorðum
***
við verðum
lélegri og lélegri
í öllu
færri og færri
geta munað
betri tíð
maður gæti haldið
að það gæti líka talist
af hinu góða
ekki sífellt 
að hugsa um
að allt var betra áður fyrr
en það er alltaf
einhver sem grætur
og það minnir mann á
að það er sorglegt
***
allt verður
meira og meira virði
en
virðið sem það eykst að
verður
minna og minna virði

***

enginn heldur bókhald
enginn úthlutar nöfnum
enginn ómakar sig
við að greina

***

Að kalla þessa tíma
erfiða
gerir það léttara
því
maður hugsar
að það vari ekki að eilífu
að það sé ekki
manns eigin sök




Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *