Bækur

Árið 2007 kom út eftir mig lítil ljóðabók. Hún hafði fyrst og fremst meðferðargildi, gegndi ákveðnu þerapjútísku hlutverki fyrir mig sjálfan og er nú ófáanleg. En nokkrar aðrar hafa fylgt í kjölfarið.

Með villidýrum (Nýhil, 2008)

Með villidýrum ljóðabók Kári Páll Óskarsson

Ljóðabók. Af ungæðislegra tæginu. Hlaut á sínum tíma nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs og fjórar stjörnur í Lesbók Morgunblaðsins.

Gáttir (Nýhil, 2008)

Gáttir Ljóðabók Kári Páll Óskarsson

Ég var fenginn til að ritstýra þessu safnriti sem gefið var út samhliða alþjóðlegri ljóðahátíð Nýhils árið 2008 og hefur að geyma ljóð hátíðargesta bæði á frummálunum og í þýðingum. Margt hæfileikafólk kom að gerð bókarinnar og lagði í hana mikla vinnu, enda er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Hún uppskar fimm stjörnur frá ljóðlistarrýni Fréttablaðsins.

Af steypu (Nýhil, 2009)

Af Steypu ljóðasafn

Við Eiríkur Örn Norðdahl settum saman þetta veglega yfirlitsrit um framúrstefnuljóðlist, með áherslu á tungumálið sem efnivið eða efnisleika tungumálsins. Þar undir fellur meðal annars konkret- og önnur myndljóðlist. Ritið inniheldur einnig nokkurt magn fræðigreina, bæði frumsaminna og í þýðingu. Gagnrýnandi Kiljunnar var lítt snokin fyrir „vitleysunni“.

Ekkert tekur enda (Deigma, 2015)

Ekkert tekur enda  ljóðabók kári páll óskarsson

Ljóðabók. Nýtt upphaf, leit að nýjum tjáningarmátum. Hringir hnitaðir um fyrirbærið „pólitísk ljóðlist“. Titillinn hugsaður sem vísun í hin svokölluðu endalok sögunnar, sem lýst var yfir á 10. áratug síðustu aldar eins og frægt er orðið. Hvorki höfundur né útgefandi nenntu að koma eintökum til fjölmiðla.

Annað

Einnig liggja eftir mig greinar, ritdómar, pistlar og aðrar styttri ritsmíðar sem birst hafa meðal annars í Tímariti máls og menningar, í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1, á starafugl.is og víðar.

Í bígerð

Á allra síðustu árum hef ég verið svo lánsamur að hljóta nokkurra mánaða ritlaun til að sinna ákveðnum verkefnum, sem vonandi munu líta dagsins ljós sem fyrst …