Varðandi ljóðið í síðustu færslu: Þannig er að vefritið Starafugl óskaði eftir ljóðum úr öllum áttum til að gefa út á bók, sem heitir Viljaverk í Palestínu og var ætlað að vekja athygli á neyðarsöfnun félagsins Ísland-Palestína. Gott framtak sem gaman hefði verið að taka þátt í, en vegna annríkis, netleysis og einhverrar vanmáttarkenndar gagnvart verkefninu féll ég á tíma og náði ekki að senda neitt inn. Þannig að þetta ljóð er hálfgerður bastarður. En ég vil líka benda á neyðarsöfnunina:
Reikningur: 0542-26-6990
Kt. 520188-1349
Skýring greiðslu:
Neyðaraðstoð við Palestínu