Kæru lesendur, ég kynni með stolti nýju ljóðabókina Ekkert tekur enda. Útgefandi er hið splunkunýja grasrótarforlag Deigma. Bókin er nú fáanleg í forsölu á kr. 2500 og eru sendingarkostnaður og rafbók (.epub eða .pdf) innifalin. Vinsamlegast sendið einfaldlega tölvupóst á kari.pall.oskarsson@gmail.com til að panta eintak, og við komum því til ykkar strax að prentun lokinni.
Kynningartexti eftir Olaf Lilian (promotional text – English version below):
Titill nýjustu ljóðabókar Kára Páls Óskarssonar er ergjandi að sama skapi og hann vekur innsæi okkar. Við hrópum með honum: Ekkert tekur enda. Allt heldur áfram, orsakasambönd og leiðingar skilja eftir sig óljós spor í öllu sem þau koma nálægt, hverfa aldrei alveg, eins og stríðið í Afganistan, hvað svo sem herská ríkisstjórnin kýs að fullyrða framan í hungraðar myndavélar. Huggandi popplagið sem lekur úr kreditlista Hollywood-pillu er bara gervilausn. Orð flýja af blaðsíðum bókar að neyslu lokinni og geta af sér nýja veruleika af áfergju. Það er enginn endir í sjónmáli því endurtekning mengar sjóndeildarhring okkar. Nietzsche var afar meðvitaður um þversagnarkennda margræðni endurtekningar, eða hins „kosmíska hjóls“ eilífrar endurkomu; allt frá nauðhyggjulegum frumspekipælingum til kæfandi lágkúru hversdagssálfræðinnar. Mun alheimurinn á endanum falla saman í sína eigin spegilmynd? Getur stök hugveran haldið áfram að streitast á móti harmrænni endurkomunni og staðið af sér endurupplifun sérhvers augnabliks? Ljóð Kára gefa í skyn annars konar endurtekningu, handan amor fati, sem snýr við ákallinu eftir einstaklingsbundinni uppgjöf. Hér afhjúpa orðin stanslausan gnýinn úr vél kerfisins (þess efnahagslega jafnt sem táknræna) sem umvefur okkur og lagar að sér sérhvert form frelsisbaráttu og stráir tómum táknmyndum yfir sjóndeildarhringinn, eða eins og Kári vitnar í: „Við lifum í tungumálinu eins og í menguðu lofti“. Hugmyndafræði auðmagnsins endurtekur sig út í hvern krók og kima verundarinnar og gerir fjarlægustu orðræðusvið að nýlendum sínum. Innihaldið virðist breytast en hið endanlega form er ávallt hið sama. Endalok sögunnar marka endalausa endurtekningu kapítalsins og tungumálið verður dyggur þjónn þess. Fyrir Kára bera orð samhengi sitt, ef við fáumst til að sjá þetta með réttum augum og ástunda okkar form af uppreisnar-túlkunarfræði. Tungumálið er okkar; líkamar okkar og sameiginlegur andardráttur. Slitin úr tengslum við þetta verða orð eins og hverjir aðrir hlutir, skordýr sem skjótast til og frá, og yfirþyrmandi en merkingarlaus hávaði. Og við erum gegndrepa í þeim óteljandi fjölmiðlunarformum sem móta orðræðu okkar. Tungumálið verður að einhverju í líkingu við hið yfirgefna sjónvarpstæki Baudrillard sem „afhjúpar hvað það er í raun: myndbandsupptaka af öðrum heimi, ekki nokkrum manni ætluð, sem dreifir myndum sínum af skeytingarleysi, skeytingarlaus um eigin skilaboð.“ Vélrænt píp orðanna, strípaðra niður í 1 og 0, er sannarlega ekki þessa heims, og við snúum höfðinu út í geim og endurtökum hljóðbútana í von um að enginn heyri undirliggjandi villurnar í útsendingunni. Og í því leynist byltingargeta ljóðlistar. Kári grefur kerfisbundið undan ráðandi orðræðum og lætur þeim blæða út á blaðsíðunum. Um leið sjáum við glitta í hvernig við getum endurheimt það sem alltaf tilheyrði okkur. Í stuttu máli skilar ljóðskáldið tungumálinu aftur til okkar. Kominn er tími til að stöðva mars tómleikans. Aðeins þá getur ekkert tekið enda.
Ég fyrirlít rykið
sem mótar mig
og ávarpar þig
——
The title of Kári Óskarsson’s new book of radical poetry is as vexing as it is intuitively poignant. With him, we confidently bellow, Nothing ends. Everything continues, causalities and implications leave obscure traces in everything they touch, never properly ceasing, like the Afghan war, whatever the belligerent administration likes to claim in front of hungry cameras. The comforting pop-tune oozing from the end credits of a Hollywood pill, is only an artificial resolution. Words evacuate the pages of a consumed book and fervently breed new realities in different vessels. There is no end in sight because repetition pollutes our horizon. Nietzsche was acutely aware of the paradoxical conceptual extension of repetition, or the “cosmic wheel” of the eternal recurrence; from its deterministic metaphysical speculations to the stifling banalities of everyday psychology. Will the universe eventually fold into its own mirror? Can the solitary subject remain resilient in face of the tragic return and endure reliving every moment? Kári’s poems suggest another repetition, beyond amor fati, reversing the call for individual resignation. Here, the words reveal to us the unceasing clamouring engine of the system (from economic to symbolic) in which we find ourselves, which appropriates every form of emancipatory action and representation. Rendering the contaminated horizon geometrically horizontal and littered with empty signifiers, as Kári cites: “we live in language like polluted air.” Capital’s ideology repeats itself in every corner of Being and colonises the remotest regions of discourse. The content seems to change, but the ultimate form remains the same. The end of history marks the endless repetition of capital, and language becomes its unwavering servant. For Kári, words carry their context, if we’re willing to see this with the right kind of eyes, and practice our inherent form of rebel-hermeneutics. Language is ours; our bodies and common breath. Alienated from this, words become indifferent things, mindless objects, scurrying insects, and overbearing yet meaningless noise. And we are drenched in the countless forms of media through which our discourse is shaped. Language becomes something like Baudrillard’s abandoned TV set that “… reveals itself for what it really is: a video of another world, ultimately addressed to no one at all, delivering its images indifferently, indifferent to its own messages.” The mechanic bleeping of words, stripped to 1’s and 0-s, are truly other-worldly, and we direct our heads to space and repeat the soundbites in the hope that no one will hear the underlying errors in the transmission. And herein lies the revolutionary potential of poetry. Kári systematically undercuts the dominant discourses, and leaves them bleeding on the pages. Simultaneously offering us a glimpse of how we can re-appropriate what was always already ours. In the last analysis, the poet returns language to us. It’s time to end the hegemonic march of emptiness. Only then can nothing end.
I despise the dust
that shapes me
and calls for you
– Olaf Lilian