Ekkert tekur enda

Ekkert tekur enda

Kæru lesendur, ég kynni með stolti nýju ljóðabókina Ekkert tekur enda. Útgefandi er hið splunkunýja grasrótarforlag Deigma. Bókin er nú fáanleg í forsölu á kr. 2500 og eru sendingarkostnaður og rafbók (.epub eða .pdf) innifalin. Vinsamlegast sendið einfaldlega tölvupóst á kari.pall.oskarsson@gmail.com til að panta eintak, og við komum því til ykkar strax að prentun lokinni. …

Einræður Starkaðar N+7

Með smá skáldaleyfi – það taka sér allir sannir Oulipistar. Vermandi ljóðskáld Eitt brotthlaup – getur dingli í dáhrif breytt, sem drottinsaftan breytir veilu heils skáldskapar. Þemba getur snúist við attaníoss einn. Aðhald skal haft í næturgagni salats. Svo oft leyndist stríðsáróður í brjóstbirtu sem brast við biturt andvirði, gefið án söluskatts. Hve iðrar margt …

Caveat

Varðandi ljóðið í síðustu færslu: Þannig er að vefritið Starafugl óskaði eftir ljóðum úr öllum áttum til að gefa út á bók, sem heitir Viljaverk í Palestínu og var ætlað að vekja athygli á neyðarsöfnun félagsins Ísland-Palestína. Gott framtak sem gaman hefði verið að taka þátt í, en vegna annríkis, netleysis og einhverrar vanmáttarkenndar gagnvart …

Göng til Gaza

Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt þau sömu: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar hún …

Um Sean Bonney

Eftirfarandi texti var ritaður að beiðni tímaritsins Stínu og átti að fylgja með þýðingu minni á ljóðinu Letter on Harmony and Sacrifice eftir Sean Bonney. Þar sem hann virðist einhverra hluta vegna ekki hafa ratað í tímaritið set ég hann hér, vonandi einhverjum til fróðleiks, ásamt tengli á upphaflega gerð ljóðsins: Um Sean Bonney Skáldið …

Nótt

[Hér á eftir fer sígild smásaga sem ég snaraði að gamni mínu og fannst tilvalið að deila með íslenskum lesendum á stysta degi ársins. Verði ykkur að góðu. Allar ábendingar um villur, brogað málfar o.þ.h. að sjálfsögðu vel þegnar.] NÓTT – martröð – eftir Guy de Maupassant Ég ann nóttinni heitt. Ég ann henni eins og …

Hugmyndafræði

“In fact, the majority of people have a fairly sharp eye to their own rights and interests, and most people feel uncomfortable at the thought of belonging to a seriously unjust form of life. Either, then, they must believe that these injustices are en route to being amended, or that they are counterbalanced by greater …

“… alt samneyti okkar við þá verður kvöl.”

Árið 1946 skrifaði Halldór Laxness grein um herstöðvarmálið, þar sem segir meðal annars: “Sá maður sem svikur föðurland sitt hefur sjálfur kosið sér hin ystu myrkur, og það er ekki á annarra manna valdi að refsa honum né fyrirgefa. Hvað sem þessir sölumenn Íslands hafa sér til ágætis að öðru leyti, þá eru nöfn þeirra svartur …

Heimsendir

Heimsendir lét sumsé ekki á sér kræla, eða ég held ekki. Er það gott eða slæmt? Ég tók ekki einbeitta ákvörðun um að opna enn eina bloggsíðuna, heldur álpaðist til þess eftir smá fikt inni á Google+ (af öllum stöðum). Síðasta bloggsíðan mín var voða fín og búin til gagngert handa mér af vini mínum …