Ekkert tekur enda

Ekkert tekur enda

Kæru lesendur, ég kynni með stolti nýju ljóðabókina Ekkert tekur enda. Útgefandi er hið splunkunýja grasrótarforlag Deigma. Bókin er nú fáanleg í forsölu á kr. 2500 og eru sendingarkostnaður og rafbók (.epub eða .pdf) innifalin. Vinsamlegast sendið einfaldlega tölvupóst á kari.pall.oskarsson@gmail.com til að panta eintak, og við komum því til ykkar strax að prentun lokinni. …

Göng til Gaza

Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt þau sömu: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar hún …

Um Sean Bonney

Eftirfarandi texti var ritaður að beiðni tímaritsins Stínu og átti að fylgja með þýðingu minni á ljóðinu Letter on Harmony and Sacrifice eftir Sean Bonney. Þar sem hann virðist einhverra hluta vegna ekki hafa ratað í tímaritið set ég hann hér, vonandi einhverjum til fróðleiks, ásamt tengli á upphaflega gerð ljóðsins: Um Sean Bonney Skáldið …

Nótt

[Hér á eftir fer sígild smásaga sem ég snaraði að gamni mínu og fannst tilvalið að deila með íslenskum lesendum á stysta degi ársins. Verði ykkur að góðu. Allar ábendingar um villur, brogað málfar o.þ.h. að sjálfsögðu vel þegnar.] NÓTT – martröð – eftir Guy de Maupassant Ég ann nóttinni heitt. Ég ann henni eins og …

Hugmyndafræði

“In fact, the majority of people have a fairly sharp eye to their own rights and interests, and most people feel uncomfortable at the thought of belonging to a seriously unjust form of life. Either, then, they must believe that these injustices are en route to being amended, or that they are counterbalanced by greater …