Ætli leiðir okkar Ásgeirs hafi ekki fyrst legið saman í sumarvinnunni hjá Akureyrarbæ. Gott ef hann var ekki sláttumaður. Löngu síðar sköruðust leiðir okkar aftur í Reykjavík, á námsárunum, einkum á einhverjum misgeðslegum börum, súrum ljóðakvöldum og ef til vill pólitískum samkomum. Um tíma, fyrir langa löngu, á einhverju öðru tilveruskeiði, vorum við meðleigjendur í …
Anywhere Out of the World
eftir Charles Baudelaire,úr Le Spleen de Paris – petits poèmes en prose (1869) Þetta líf er spítali þar sem hver sjúklingur er haldinn þeirri þrá að skipta um rúm. Þessi kysi heldur að þjást fyrir framan ofninn og hinn telur að sér myndi batna við gluggann. Mér virðist sem svo að ég væri ávallt vel …
Bíóveturinn mikli 2017-2018
Líklega hef ég aldrei farið jafn oft í bíó og ofangreindan vetur í Berlín. Þá vildi nefnilega svo til að haldnir voru í Berlínarborg þrír viðburðir, hver á eftir öðrum, sem á erlendum málum kallast “retrospective”. Ef til vill segir það sína sögu um kvikmyndamenningu á Íslandi að ekkert íslenskt orð er mér tamt á …
Nýtt líf, nýtt net
“Þér sjáið að stundum voru til menn sem treystu því að morgundagurinn hlyti ekki að verða nákvæmlega eins og dagurinn í dag.” – Sigfús Daðason, Fá ein ljóð Fyrir talsvert löngu gaf Jóhanna vinkona mín mér heimasíðu í afmælisgjöf. Lengi var ég þó heldur tregur til að þiggja þessa góðu gjöf, því satt best að …