eftir Charles Baudelaire,úr Le Spleen de Paris – petits poèmes en prose (1869) Þetta líf er spítali þar sem hver sjúklingur er haldinn þeirri þrá að skipta um rúm. Þessi kysi heldur að þjást fyrir framan ofninn og hinn telur að sér myndi batna við gluggann. Mér virðist sem svo að ég væri ávallt vel …
Bíóveturinn mikli 2017-2018
Líklega hef ég aldrei farið jafn oft í bíó og ofangreindan vetur í Berlín. Þá vildi nefnilega svo til að haldnir voru í Berlínarborg þrír viðburðir, hver á eftir öðrum, sem á erlendum málum kallast “retrospective”. Ef til vill segir það sína sögu um kvikmyndamenningu á Íslandi að ekkert íslenskt orð er mér tamt á …
Til hvers eru rithöfundar?
Menn velja sér misháleit viðfangsefni í lífinu. Til dæmis rithöfundurinn sem komst í fréttirnar um daginn því honum fannst sér samboðið að “taka Guðberg á þetta” (kannski af því að el maestro hefur látið lítið að sér kveða uppá síðkastið) með því að dissa MeToo í riti. Sem honum er auðvitað frjálst að gera í …
Um Palestínu og fleira
Mér gekk alveg glimrandi vel að sniðganga Júróvisjon þetta árið, eins og reyndar öll önnur ár. Ef út í það er farið, þá fæ ég aldrei jafn sterklega á tilfinninguna að ég sé frá annarri plánetu en þegar þessi söngvakeppni stendur yfir. Jú, nema kannski þegar Ísland keppti á HM í fótbolta. Eða í þetta …
Nýtt líf, nýtt net
“Þér sjáið að stundum voru til menn sem treystu því að morgundagurinn hlyti ekki að verða nákvæmlega eins og dagurinn í dag.” – Sigfús Daðason, Fá ein ljóð Fyrir talsvert löngu gaf Jóhanna vinkona mín mér heimasíðu í afmælisgjöf. Lengi var ég þó heldur tregur til að þiggja þessa góðu gjöf, því satt best að …
Lissabon sumarið 2017
Ykkur finnst túrisminn kannski slæmur í Reykjavík, en ég get lofað að hann er verri í Lissabon. Eftir kreppuna (sem var ekki löndunum á jaðri Evrópu að kenna sama hvað hver segir) hefur Portúgal orðið háðara túrisma en áður, ásamt því að margir ferðamenn sem áður hefðu farið til Marokkó, Túnis eða Alsírs flykkjast nú …
Viðtal – Druslubækur og doðrantar.
Er hér.
Ekkert tekur enda
Kæru lesendur, ég kynni með stolti nýju ljóðabókina Ekkert tekur enda. Útgefandi er hið splunkunýja grasrótarforlag Deigma. Bókin er nú fáanleg í forsölu á kr. 2500 og eru sendingarkostnaður og rafbók (.epub eða .pdf) innifalin. Vinsamlegast sendið einfaldlega tölvupóst á kari.pall.oskarsson@gmail.com til að panta eintak, og við komum því til ykkar strax að prentun lokinni. …
Einræður Starkaðar N+7
Með smá skáldaleyfi – það taka sér allir sannir Oulipistar. Vermandi ljóðskáld Eitt brotthlaup – getur dingli í dáhrif breytt, sem drottinsaftan breytir veilu heils skáldskapar. Þemba getur snúist við attaníoss einn. Aðhald skal haft í næturgagni salats. Svo oft leyndist stríðsáróður í brjóstbirtu sem brast við biturt andvirði, gefið án söluskatts. Hve iðrar margt …
Antonin Artaud: Öll skrif eru rusl
Öll skrif eru rusl. Fólk sem dúkkar upp og reynir að koma orðum að einhverjum hluta þess sem gengur á í höfðinu á þeim er svín. Öll bókmenntasenan er svínastía, sérstaklega nú til dags. Allir þeir sem hafa kennileyti í huganum, ég á við á vissri hlið höfuðsins, á vel afmörkuðum stöðum í heilabúum sínum, …
Caveat
Varðandi ljóðið í síðustu færslu: Þannig er að vefritið Starafugl óskaði eftir ljóðum úr öllum áttum til að gefa út á bók, sem heitir Viljaverk í Palestínu og var ætlað að vekja athygli á neyðarsöfnun félagsins Ísland-Palestína. Gott framtak sem gaman hefði verið að taka þátt í, en vegna annríkis, netleysis og einhverrar vanmáttarkenndar gagnvart …
Göng til Gaza
Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt þau sömu: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar hún …
Sternberg: Úr Þunglyndisljóðum
allt verður bara verra maður getur leyft sér að vona en allt verður bara verra sama hvað ég geri veldur útkoman vonbrigðum *** þetta er bratti að klifra upp í mót krefst mikillar áreynslu og allir sem reyna hrapa eftir svolitla stund niður *** ég veit ekki hvort aðrir vita hvenær afturförin hófst eins og …
Um Sean Bonney
Eftirfarandi texti var ritaður að beiðni tímaritsins Stínu og átti að fylgja með þýðingu minni á ljóðinu Letter on Harmony and Sacrifice eftir Sean Bonney. Þar sem hann virðist einhverra hluta vegna ekki hafa ratað í tímaritið set ég hann hér, vonandi einhverjum til fróðleiks, ásamt tengli á upphaflega gerð ljóðsins: Um Sean Bonney Skáldið …
Nótt
[Hér á eftir fer sígild smásaga sem ég snaraði að gamni mínu og fannst tilvalið að deila með íslenskum lesendum á stysta degi ársins. Verði ykkur að góðu. Allar ábendingar um villur, brogað málfar o.þ.h. að sjálfsögðu vel þegnar.] NÓTT – martröð – eftir Guy de Maupassant Ég ann nóttinni heitt. Ég ann henni eins og …